Markaðurinn stóð fyrir vali á viðskiptamanni ársins 2019. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, varð fyrir valinu, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri var í öðru sæti og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts í því þriðja. Hérna er listi yfir aðra sem voru nefndir við val á viðskiptamanni ársins og umsagnir álitsgjafa Markaðarins.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. „Endurkoma í viðskiptalífið. Vel heppnuð skráning Iceland Seafood.“

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. „Hefur rekið TM í 12 ár með miklum myndarskap. Frábær árangur í rekstrinum og góð ávöxtun fjárfesta frá skráningu. Stór viðskipti svo í lok árs með kaupum á Lykli.“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. „Hefur staðið fyrir stækkun Brims með kaupum á Ögurvík og Icelandic Asia. Félagið skilaði metafkomu á þriðja ársfjórðungi og gengið hækkað um 20 prósent frá áramótum.“

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. „Lygilegt ris á Alvogen eftir nokkur viðskipti, síðast í nóvember, er að nálgast (im­plied) markaðsvirði upp á um 200 milljarða króna.“

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Krónan hefur verið leiðandi í umhverfismálum meðal íslenskra verslana.“

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. „Það sem Stoðir eru að gera undir forystu Jóns er markvisst og klókindalegt. Einkum stefnumótandi kaup í Símanum og aðild að stórum ákvörðunum TM.“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. „Benedikt er að gjörbreyta viðskiptamódeli Arion banka og er með fullan stuðning hluthafa. Verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.“

Haukur Ingason, eigandi Garðsapóteks. „Öflugur rekstrarmaður sem var fyrstur til að bjóða upp á lyfjasölu á netinu.“

Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela. „Hefur alltaf haft mikla trú á ferðaþjónustunni á Íslandi og hefur tekist, eftir að hafa lent í hremmingum í kjölfar fjármálahrunsins, að byggja upp eina stærstu hótelkeðju landsins.“

Stefanía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Avo. „Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í Y Combinator og er að byggja upp einstaklega flott þekkingarfyrirtæki.“

Fjárfestatengill Brims. „Sjaldan hefur reynt jafn mikið á ættfræðikunnáttu manns í þessari stöðu og á sama tíma á reglum kauphallarinnar um fjárfestingatengsl.“

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis. „Kerecis átti frábært ár. Fengu sterka erlenda fjárfesta með sér í lið og tekjurnar eru á blússandi siglingu. Það stefnir í að Kerecis verði risi á sínu sviði eftir nokkur ár.“

Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventurs. „Hefði gengið frá viðskiptum ársins ef Thomas Cook hefði ekki farið á hausinn. Arctic Adventures hefur haft skýra sýn á það hvernig ferðaþjónustan mun þroskast sem atvinnugrein og er núna í kjöraðstöðu til að stækka enn frekar þegar aðrir fyrirtækjaeigendur í greininni verða mótækilegri fyrir yfirtökutilboðum.“