Að­eins fengust 2,85 milljónur upp í kröfur sem námu sam­tals 296 milljónum króna í þrota­bú Morgun­dags, út­gáfu­fé­lags Frétta­tímans, sem úr­skurðað var gjald­þrota í júní 2017. Þetta kemur fram í aug­lýsingu sem birt var í Lög­birtinga­blaðinu.

Þar kemur fram að for­gangs­kröfur hafi verið 60,39 milljónir og þar fengust áður­nefndar 2,85 milljónir, því sem nemur 4,7 prósent, greiddar upp í þær. Al­mennar kröfur námu 236,4 milljónum en ekkert fékkst greitt upp í þær.

Til­raunir for­svars­manna út­gáfu­fé­lagsins til að endur­skipu­leggja reksturinn og endur­reisa Frétta­tímans báru ekki árangur en síðasta tölu­blaðið kom út þann 7. apríl 2017.

Hluti starfs­manna hafði þá ekki enn fengið greidd laun fyrir mars­mánuð. Gunnar Smári Egils­son, eig­andi og fyrr­verandi rit­stjóri Frétta­tímans hafð þá stigið til hliðar og var hann hættur af­skiptum af út­gáfu blaðsins.