Ás­mundur Einar Daða­son fé­lags- og barna­mála­ráð­herra skipaði í dag Aðal­stein Leifs­son fram­kvæmda­stjóra hjá EFTA sem ríkis­sátta­semjara frá og með fyrsta apríl næst­komandi. Helga Jóns­dóttir settur ríkis­sátta­semjari mun gegna störfum fram til þess tíma.

Fé­lags­mála­ráðu­neytið aug­lýsti em­bættið laust til um­sóknar síðast­liðinn desember og bárust sex um­sóknir um em­bættið, einn dró um­sókn sína þó til baka. Ráð­gjafa­nefnd sem skipuð var af fé­lags- og barna­mála­ráð­herra komst að þeirri niður­stöðu að þrír um­sækj­endur væru jafn­hæfir til að sinna stöðunni.

Hæfastur í stöðuna

Það var mat fé­lags- og barna­mála­ráð­herra og við for­svars­manna sam­taka vinnu­markaðarins að af þessum þremur ein­stak­lingum hafi Aðal­steinn upp­fyllt best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í em­bættið.

Aðal­steinn hefur því víð­tæka þekkingu og reynslu á samninga­málum en auk fræði­legrar þekkingar hefur hann reynslu af þátt­töku í samninga­við­ræðum, kennslu í samninga­tækni, ráð­gjöf við samnings­aðila og að­stoð við deilu­aðila við að bæta sam­skipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikil­væg þegar kemur að því að skipa í em­bætti ríkis­sátta­semjara að því er fram kemur á vef Fé­lags­mála­ráðu­neytisins.