Spakur Invest er hlutabréfasjóður sem leggur áherslu virðisfjárfestingar í skráðum félögum með sterkan undirliggjandi rekstur. Fjárfestingar sjóðsins beinast að Íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og eru byggðar á vönduðu virðismati.

Eignir sjóðsins námu alls 1,37 milljörðum króna í lok síðasta árs og jukust talsvert á árinu. En gengi sjóðsinns hækkaði um um 18,2% árið 2021 og voru fjármunatekjur sjóðsins alls 135 m. kr. á árinu.

Fjöldi hluthafa sjóðsins eru 31 talsins.

Sjóðurinn er rekinn af Spaki Finance sf. en honum stýra þau Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson sem hafa bæði langa og fjölbreytta reynslu af virðismati fyrirtækja.

Spakur Invest er sérhæfður sjóður sem er skráningar og eftirlitsskyldur hjá Seðlabanka Íslands. Hægt er fá nánari upplýsingar um sjóðinn á www.spakur.is