Bill Ackman, sem stýrir vogunarsjóðnum Pershing Square, seldi hlut sjóðsins í Starckbucks næstum tveimur árum eftir að hann upplýsti um að hafa keypt í kaffihúsakeðjunni fyrir 900 milljónir dollara. Gengið hækkaði um 73 prósent á tímabilinu en nú eru blikur á lofti því kórónaveiran hefur sett mark sitt á rekstur Starbucks í Kína, segir í frétt Financial Times.

Starbucks upplýsti hinn 28. janúar um að hafa lokað yfir tvö þúsund kaffihúsunum í Kína sem er meira en helmingurinn af öllum sölustöðum í ljósi þess að kórónaveiran hafi breitt úr sér. Kína er næststærsti markaður Starbucks á eftir Bandaríkjunum.

Ackman seldi hlutinn hinn 31. janúar, samkvæmt kynning til fjárfesta sem birt var í gær. Þar sagði að Starbucks hafi náð viðsnúningi í rekstri og náð vaxið verulega í Kína, eins og Ackman hafði vænst en að arðsemin yrði hóflegri verið hefur.

Var á meðal 20 stærstu

Pershing Square átti 1,1 prósenta hlut í Starbucks og var á meðal 20 stærstu hluthafa.

Í frétt Financial Times segir að salan sé merki um að Ackman horfi nú aftur til grundvallaratriða í fjárfestingum en fjögur ár í röð skilaði sjóður hans neikvæðri ávöxtun.

Fjárfesting í Valeant Pharmaceutical kostaði sjóðinn fjóra milljarða dollara og það að skortselja Herbalife kostaði einn milljarð dollara. Upp frá því hefur Ackman hætt að beita skortsölu í fjárfestingum.

Pershing Square fjárfesti í Berkshire Hathway í fyrra sem stýrt er af Warren Buffett.

Pershing Square var á meðal þeirra vogunarsjóða sem státuðu af bestu ávöxtuninni í fyrra og var ávöxtun hluthafa 58 prósent eftir kostnað.

Eignarsafni Pershing Square tók nokkrum breytingum í fyrra og fjárfesti meðal annars í Berkshire Hathaway sem Warren Buffett stýrir.