Flug­mála­yfir­völd í Belgíu hafa, sam­kvæmt evrópskri reglu­gerðum flug, nýtt sér heimild innan hennar til að banna á­ætlunar­flug bæði 737-8 MAX og Boeing 737-9 innan loft­helgi sinnar til árs­loka, eða 30. desember. Að­eins mega slíkar vélar sem eru ekki á á­ætlunar­flugi og eru í svo­kölluðu ferju­flugi sem er þegar flug­vél er flogið frá einum flug­velli til annars án far­þega eða arð­hleðslu. Einnig á það við um flug­vélar sem eru með þrjá eða fleiri hreyfla og þegar einn hreyfill er ó­starf­hæfur.

Bannið er ekki sagt ó­vænt því fyrr í vikunni fundu flug­mála­yfir­völd í Banda­ríkjunum annan mögu­legan galla í Boeing 737 MAX módelinu. Vegna þess er talið að allur floti Boeing verði lík­lega kyrr­settur á­fram þar til seint á á þessu ári.

Kyrrsettar í meira en 100 daga

Flotinn var kyrr­settur um allan heim eftir mann­skætt flug­slys sem átti sér stað í Eþíópíu um miðjan mars­mánuð þegar vél af sömu tegund fórst. 157 létust í slysinu, en um er að ræða annað flug­slys 737 MAX 8 vélar á innan við hálfu ári. Í októ­ber­lok fórst vél flug­fé­lagsins Lion Air yfir Indónesíu með þeim af­leiðingum að 189 létust

Vélarnar hafa nú verið kyrr­settar í meira en 100 daga. Icelandair var með þrjár slíkar vélar í rekstri og hafði í hyggjur á fá fleiri í flotann sinn. Þær voru allar kyrr­settar í kjöl­far slysanna.

Greint er frá á vef­síðunni Avi­ation24.