Markaðurinn

Á­ætla 2.600 upp­sagnir í síðasta mánuði

Ætla má að 1.000 manns muni missa vinnuna á næstu þrem mánuðum, ef marka má könnun Samtaka atvinnulífsins.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA

Ef marka má könnun sem Samtök atvinnulífsins (SA) létu gera á dögunum mætti áætla að uppsagnir aðilarfyrirtækja samtakanna nemi um 3.100 talsins á síðustu þrem mánuðum, þar af 2.600 í síðasta mánuði einum. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Aðildarfyrirtæki SA voru spurð út í uppsagnir á síðustu 90 dögum, og svöruðu 600 fyrirtæki könnuninni. Þessi 600 fyrirtæki sögðu samtals upp 1.100 manns á síðustu þrem mánuðum, og 900 manns í október. Séu niðurstöður könnunarinnar yfirfærðar á öll aðildarfyrirtæki SA fást ofangreindar niðurstöður.

Í sömu könnun voru fyrirtæki spurð hvort að frekari uppsagna væru fyrirhugaðar, og þá hversu umfangsmiklar, á næstu 90 dögum. Þau 600 fyrirtæki sem svöruðu áætluðu að segja upp 360 manns í næsta mánuði, og að á næstu þrem mánuðum myndu 1.000 manns missa vinnuna. Ef niðurstöðurnar eru yfirfærðar með sama hætti á öll aðildarfyrirtæki SA, má áætla að uppsagnirnar munu telja 2.800 talsins á landinu öllu.

Ekki var fjallað um fjölda nýráðninga á sama tímabili, og því ekki ljóst hvert heildaratvinnutap var á þessu tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ummælin: Guðbrandur um klofninginn

Innlent

Sig­ríður ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju

Auglýsing

Nýjast

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Auglýsing