Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna, LSR, A-deild, keypti á fimmtudag fimm milljónir hluta í Íslandsbanka og er eftir kaupin með 5,24 prósenta hlut í bankanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni í dag.

Samkvæmt lista yfir stærstu hluthafa bankans er LSR annar stærsti hluthafi Íslandsbanka, á eftir ríkinu, með 6,38 prósenta hlut. Athygli vekur að þar er birt önnur kennitala en kemur fram í flögguninni til kauphallarinnar.

Svo virðist sem listinn yfir stærstu hluthafa, sem birtur er á heimasíðu Íslandsbanka, sé með samtölu fyrir A- og B-Deild LSR og væntanlega Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga að auki. Væntanlega þýðir það að hver deild sjóðsins sé einstök eining gagnvart kauphöllinni með sjálfstæða flöggunarskyldu.