Er­lendum tölvu­þrjótum tókst að svíkja nærri níu hundruð milljónir króna út úr móður­fé­lagi Rúm­fata­lagersins, Lagerinn Iceland, á síðasta ári. Þetta kemur fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegunda.

Í frétt frétta­stofu Stöðvar 2 kemur fram að málið hafi komið upp í ágúst á síðasta ári. Um hafi verið að ræða þaul­skipu­lagðan glæp sem svipar til þess þegar tölvu­þrjótar sviku um fjögur hundruð milljónir út úr HS Orku.

Um­rætt mál er til rann­sóknar hjá Héraðs­sak­sóknara sem vill ekki tjá sig nánar um málið en tekur fram að það sé unnið í sam­vinnu við er­lend lög­reglu­yfir­völd.

Málið er talið teygja sig til Asíu, þar á meðal Kína og Hong Kong. Virðast tölvu­þrjótarnir hafa komist inn í tölvu­póstsa­sm­skipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir króna voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu að­gang að, í stað þess að rata á réttan stað.

Þórarinn Ingi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Lager Iceland, segir að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka með að­stoð lög­reglu og banka. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig í sam­tali við Stöð 2 um hvort að upp­sagnir hafi átt sér stað vegna nálsins. Hann segir að verk­ferlum og vinnu­lagi hafi verið breytt til að tryggja að slíkt endur­taki sig ekki.