Innlent

730 milljóna króna þrot Fáfnis Holding

Tæplega þrettán milljónir króna fengust greiddar upp í lýstar veðkröfur í gjaldþroti Fáfnis Holding.

Steingrímur Erlingsson stofnaði Fáfni Offshore árið 2012 en var rekinn þremur árum síðar. Lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar félagsins.

Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Haldleysis, sem hélt utan um hlut Steingríms Erlingssonar í Fáfni Offshore, námu alls 734 milljónum króna, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu í morgun. Aðeins 12,7 milljónir króna fengust greiddar upp í veðkröfur sem námu alls 171 milljón króna.

Ekki var tekin afstaða til almennra krafna, eftir því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Haldleysi, sem áður hét Fáfnir Holding, var tekið til gjaldþrotaskipta sumarið 2017.

Steingrímur stofnaði sem kunnugt er Fáfni Offshore árið 2012 og gegndi starfi forstjóra þess þar til í desember árið 2015, þegar honum var sagt upp störfum. Í kjölfarið hófust miklar deilur milli Steingríms og meirihlutaeigenda í Fáfni, sem eru meðal annars framtakssjóðirnir Akur og Horn II.

Fáfnir Offshore sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla á norðlægum slóðum og rekur skipið Polarsyssel, sem er talið eitt dýrasta skip Íslandssögunnar.

Í kjölfar uppsagnar Steingríms var hlutafé Fáfnis Offshore aukið til þess að treysta rekstur félagsins en við þið minnkaði hlutur félags Steingríms úr 21 prósenti í 10,5 prósent, enda tók félagið ekki þátt í hlutafjáraukningunni.

Fáfnir Offshore var í desember í fyrra sýknað af kröfum Steingríms en hann hafði krafið félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það með stjórn félagsins að Steingrímur hafi með háttsemi sinni, svo sem að láta ekki af hendi gögn sem tengdust rekstrinum, brotið gegn trúnaðarskyldu sem forstjóri og því hafi félaginu verið heimilt að rifta ráðninga­samn­ingi hans og hætta að greiða hon­um sam­kvæmt upp­sagn­ar­fresti.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Innlent

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Innlent

Nýtt ­app Arion banka opið öllum

Auglýsing

Nýjast

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Ísland áratug á eftir Noregi í netverslun

Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg

Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða

Fengu 80 milljónir í þóknanir

Einn sjóður með nærri helming aflandskróna

Auglýsing