Fjöldi nýskráðra einkahlutafélaga fjölgaði um 67 prósent á milli ára í mars. Nýskráningar einkahlutafélaga í mars í ár voru 346 en töldu 207 á sama tíma fyrir ári. Sérstaklega má merkja fjölgun nýskráninga í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 85 prósent, fjármála- og vátryggingastarfsemi eða 115 prósent og fasteignaviðskiptum eða 127 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Fjölda nýskráðra einkahlutafélaga fór fjölgandi á árunum 2010 til 2016 þegar þeim tók að fækka til ársins 2020.

Mynd/Hagstofan

Athygli vekur að þrátt fyrir COVID-19 kom til Íslands snemma á árinu 2020 fjölgaði nýskráðum einkahlutafélögum um 13 prósent á milli áranna 2019 og 2020.

Hagkerfið fór kólnandi á árinu 2019 og vaxandi launakostnaður dró úr afkomu margra fyrirtækja.