Flugfélög

400 flug falla niður í verk­falli flug­manna Ry­anair

Flug­menn Ry­anair hafa tekið upp sólar­hrings­verk­fall í kjöl­far deilna um kjara­samninga. Um 400 flug munu niður falla á þeim tíma, sem nemur um einu af hverjum sex flugum fé­lagsins.

Um eitt af hverjum sex flugum falla niður hjá Ryanair á meðan verkfallinu stendur. Fréttablaðið/GettyImages

Flugmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair í fimm löndum hafa tekið upp sólarhringsverkfall en viðbúið er að um 400 flug félagsins falli niður. Löndin sem um ræðir eru Þýskaland, Svíþjóð, Írland, Belgía og Holland.

Í frétt BBC segir að um sé að víðtækasta verkfall flugmanna félagsins en Ryanair kveðst hafa reynt hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir það. Írska flugfélaginu tókst undir lok síðasta árs að koma í veg fyrir verkfall af þessari stærðargráðu með því að samþykkja stofnun stéttarfélags flugmanna en það hafði ekki verið gert frá því félagið var stofnað fyrir rúmlega 30 árum.

Allt frá því hefur gengið vægast sagt illa að ná samkomulagi um kjarasamninga og er nú ljóst að 400 flug munu falla niður, því sem um nemur einu af hverju sex flugum félagsins. Um 300 flug féllu niður í síðasta mánuði þegar flugáhafnir í Belgíu, Portúgal og á Spáni fóru í tveggja sólarhringa verkfall.

Um 50 þúsund farþegar hafa því fengið að heyra að flug þeirra falli niður með Ryanair en forsvarsmenn félagsins segja ekki réttlátt af flugmönnunum að taka upp verkfall. Þeir fái hærri laun heldur en önnur flugfélög af sama kalíberi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Flugfélög

Úlfar kaupir fyrir 100 milljónir í Icelandair

Flugfélög

Stöðnun í far­þega­flutningum Icelandair

Flugfélög

29 prósenta fjölgun farþega hjá WOW air

Auglýsing

Nýjast

Musk fær ráðgjafa við afskráninguna

Björn Brynjúlfur er nýr formaður FVH

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Hlutafé í WOW aukið um helming

Ennemm hagnast um eina milljón

Icelandair hækkaði um rúmlega 3 prósent

Auglýsing