365, fjárfestingafélag Ingibjargar Pálmadóttur, seldi Urðarhvarf 14 á 1,75 milljarða króna. Kaupandinn er KTS, félag í eigu Kristjáns M. Grétarssonar, Teits Guðmundssonar og Sturlu Björns Johnsen. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Félag Ingibjargar keypti fasteignina árið 2019 fyrir tæplega 1,5 milljarða króna, segir í fréttinni.

Teitur og Sturla Björn eru eigendur Heilsuverndar sem er með aðsetur í húsinu.