Í­búða­lána­sjóður út­hlutaði í dag 3,2 milljörðum króna í stofn­fram­lög til byggingar og kaupa á sjötta hundrað leigu­í­búðum víðs vegar um landið. Leigu­í­búðirnar verða í 15 sveitar­fé­lögum en meiri­hluti þeirra verður á höfuð­borgar­svæðinu. Fram kemur í til­kynningu frá Í­búða­lána­sjóði að fjár­magnið sé hugsað til að styðja við fram­boð ó­dýrra leigu­í­búða fyrir al­menning og verði nýtt til byggingar á 410 í­búðum og kaupa á 121 íbúð.

„Milljarðarnir þrír eru svo­kölluð stofn­fram­lög ríkisins sem renna til byggingar­aðila í al­menna í­búða­kerfinu. Hug­myndin er að fólk sem leigir íbúð í kerfinu verji tals­vert minna af ráð­stöfunar­tekjum heimilisins til hús­næðis og losni við það ó­öryggi sem fylgir því að leigja á frjálsa leigu­markaðnum,“ segir í til­kynningu. Alls hafa nú þegar um þúsund manns flutt í slíkar í­búðir.

Vegna mikillar eftir­spurnar á­kvað ríkis­stjórnin, að til­lögu fé­lags­mála­ráð­herra, að auka fram­lögin til al­menna í­búða­kerfi fyrr á þessu ári. Þá verða fram­lög næsta árs einnig aukin um 2,1 milljarð og verða því um 3,8 milljarðar í heildina á árinu 2020.

Leiga lægri og meira húsnæðisöryggi

„Þessar ríf­lega 530 í­búðir sem verið var að út­hluta til núns eru gríðar­lega mikil­væg við­bót við al­menna í­búða­kerfið. Ég er á­nægður með að ríkis­stjórnin hafi sam­þykkt að setja aukið fjár­magn í stofn­fram­lögin. Í al­menna í­búða­kerfinu verða í fram­tíðinni þúsundir í­búða þar sem leiga er bæði lægri og hús­næðis­öryggi meira en gengur og gerist. Það er mikil­vægt fyrir sam­fé­lagið allt að það séu ekki heimili í landinu á heljar­þröm vegna hárrar leigu og öryggis­leysis í hús­næðis­málum. Fólk í slíkum að­stæðum gefst annars bara upp, flýr land eða hrökklast af vinnu­markaði, því launin fara öll í að hafa þak yfir höfuðið. Með því að mæta þessari grunn­þörf fólks fyrir hús­næði við hæfi þá spörum við út­gjöld og tekju­tap á fjöl­mörgum öðrum sviðum. Flestir stjórn­mála­menn eru sem betur fer farnir að skilja þetta,“ segir Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, í til­kynningu.

Meiri­hluta um­sóknar sam­þykktar

Alls bárust Í­búða­lána­sjóði 49 um­sóknir um sam­tals 6,3 milljarða króna en um helmingur þeirra, eða 26 þeirra, voru sam­þykktar ýmist að fullu eða að hluta til. Fram kemur að sveitar­fé­lög hafi notið for­gangs við út­hlutunina og hafi hlotið alls um 800 milljónir króna. Meðal þeirra sem fengu út­hlutað nú var bygginga­fé­lagið Bjarg, sem er alls með um 1000 í­búðir í byggingu eða þróun. Bjarg hefur þegar hafið út­leigu á 114 í­búðum þar sem heildar­í­búa­fjöldinn er um 300 manns.

Sveitar­fé­lögin sem fá út­hlutað að þessu sinni eru Akra­nes­kaup­staður, Akur­eyrar­bær, Borgar­fjarðar­hreppur, Dala­byggð, Garða­bær, Hafnar­fjarðar­kaup­staður, Húna­þing vestra, Reyk­hóla­hreppur, Reykja­nes­bær, Reykja­víkur­borg, Suður­nesja­bær, Sveitar­fé­lagið Ölfus, Tálkna­fjarðar­hreppur, Vopna­fjarðar­hreppur og Þing­eyjar­sveit.

Af í­búðunum 531 eru flestar á höfuð­borgar­svæðinu, eða 452. Tíu í­búðir eru á Austur­landi, 18 á Norður­landi eystra, 6 á Norður­landi vestra, 4 á Suður­landi, 13 á Suður­nesjum, 15 á Vest­fjörðum og 13 á Vestur­landi.