Kauphöll Íslands hagnaðist um 58 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 83 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn dróst því saman um 30 prósent.

Tekjur félagsins námu 497 milljónum og drógust saman um 24 milljónir frá fyrra ári. Þá námu rekstrargjöld 451 milljón samanborið við 454 milljónum árið 2017.

Heildareignir námu 561 milljónum króna í árslok, skuldir 247 milljónum og bókfært eigið fé 314 milljónum. Eiginfjárhlutfall í árslok var 56 próesnt, samanborið við 61 prósent í árslok 2017.

Á árinu voru hlutabréf Heimavalla og Arion banka tekin til viðskipta á aðalmarkaði. Páll Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands.