„Viðskiptavinum var boðið upp á að bæta við 500 króna styrktar upphæð við vörukaup sín í verslunum Bónus, Hagkaups og Olís. Hagar bættu síðan við mótframlagi að sömu upphæð. Þannig hafa þegar safnast um 30 milljónir til stuðnings íbúum í Úkraínu.

Það var virkilega ánægjulegt að sjá samhug landsmanna með úkraínsku þjóðinni í verki. Þúsundir viðskiptavina okkar hafa tekið þátt í söfnuninni og aðstoðað okkur við að styrkja þetta þarfa málaefni.“ segir Finnur Oddsson forstjóri Haga

„Rauði krossinn vill þakka Högum og þeirra viðskiptavinum fyrir stuðninginn. Fjármagnið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita þeim neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins.