Markaðurinn

3,6 prósent at­vinnu­leysi á síðasta fjórðungi

Atvinnuleysi á öðrum fjórðungi ársins er meira en á þeim fyrsta. Fleiri karlar voru atvinnulausir á tímabilinu, og atvinnuleysi er meira á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.

Fleiri karlar en konur voru atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi. Fréttablaðið/ Vilhelm

Að jafnaði voru 7300 manns atvinnulaus og í atvinnuleit á öðrum ársfjórðungi ársins. 205.400 voru á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði og var því atvinnuleysi 3,6 prósent, nokkru meira en á fyrsta ársfjórðungi og litlu meira en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu.

Skjáskot/ Hagstofa

Atvinnuleysi var 3,9 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 3 prósent á landsbyggðunum. Á landinu öllu var atvinnuþátttaka 83 prósent og voru 198.100 starfandi mannsbörn á landinu. Fleiri karlar en konur voru atvinnulausir á fjórðungnum. 4200 karlar, eða 3,9 prósent, voru atvinnulausir og voru 3000 konur, 3,2 prósent, atvinnulausar.

Skjáskot/ Hagstofa

Á fjórðungnum voru að jafnaði 180.100 manns við vinnu í hverri viku, eða 90,9 prósent starfandi fólks og 72,8 prósent af heildarmannfjölda 16-74 ára. Í þeim hópi vann fólk að meðaltali 40,4 klukkustundir á viku. Þeir sem voru í fullu starfi unnu að meðaltali 44,5 klukkustundir á viku, en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að meðaltali 24,8 klukkustundir í hverri viku.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Erlent

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Auglýsing

Nýjast

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Af­koma í ferða­þjónustu á lands­byggðinni versnar

Auglýsing