Markaðurinn

3,6 prósent at­vinnu­leysi á síðasta fjórðungi

Atvinnuleysi á öðrum fjórðungi ársins er meira en á þeim fyrsta. Fleiri karlar voru atvinnulausir á tímabilinu, og atvinnuleysi er meira á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.

Fleiri karlar en konur voru atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi. Fréttablaðið/ Vilhelm

Að jafnaði voru 7300 manns atvinnulaus og í atvinnuleit á öðrum ársfjórðungi ársins. 205.400 voru á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði og var því atvinnuleysi 3,6 prósent, nokkru meira en á fyrsta ársfjórðungi og litlu meira en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu.

Skjáskot/ Hagstofa

Atvinnuleysi var 3,9 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 3 prósent á landsbyggðunum. Á landinu öllu var atvinnuþátttaka 83 prósent og voru 198.100 starfandi mannsbörn á landinu. Fleiri karlar en konur voru atvinnulausir á fjórðungnum. 4200 karlar, eða 3,9 prósent, voru atvinnulausir og voru 3000 konur, 3,2 prósent, atvinnulausar.

Skjáskot/ Hagstofa

Á fjórðungnum voru að jafnaði 180.100 manns við vinnu í hverri viku, eða 90,9 prósent starfandi fólks og 72,8 prósent af heildarmannfjölda 16-74 ára. Í þeim hópi vann fólk að meðaltali 40,4 klukkustundir á viku. Þeir sem voru í fullu starfi unnu að meðaltali 44,5 klukkustundir á viku, en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að meðaltali 24,8 klukkustundir í hverri viku.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lúxus­í­búðir seljast hægt: Getum ekki lækkað meira

Erlent

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Auglýsing

Nýjast

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Auglýsing