Alls hefur 27 starfsmönnum hótelsins The Reykjavík Edition verið sagt upp. Greint er frá þessu á vef mbl.is en þar kemur fram að ástæða uppsagnanna er kórónuveirufaraldurinn og færri bókanir en búist var við.
Framkvæmdastjóri hótelsins, Denis Jung, staðfestir þetta við mbl.is, og segir að vonir standi til þess að ráða þau sem sagt var upp aftur þegar bókanir verða fleiri.
Hótelið opnaði formlega í október á síðasta ári en hótelið er rekið í samstarfi við alþjóðlegu hótelkeðjuna Marriot og er fimm stjörnu hótel. Það er staðsett við hliðina á Hörpu. Í anddyri Edition er meðal annars kokteilabarinn Tölt og á hótelinu er auk þess að finna veitingastaðinn Tides.