Innlent

260 nýjar íbúðir í Skerjafirði

​Í dag fengu Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðarfélag vilyrði fyrir lóðum í Skerjafirði þar sem hægt verður að byggja 260 nýjar íbúðir. Um er að ræða landsvæði sem opnaðist sem byggingarland þegar flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ skrifuðu undir samkomulög í dag um byggingu íbúðanna. Reykjavíkurborg

Í dag fengu Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðarfélag vilyrði fyrir lóðum í Skerjafirði þar sem hægt verður að byggja 260 íbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar. 160 af þeim verða stúdentaíbúðir og 100 verða íbúðir á vegum Bjargs íbúðarfélags.

Um er að ræða landsvæði sem opnaðist sem byggingarland þegar litlu flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Haldin var samkeppni um skipulagið í Skerjafirði og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að nú sé verið að vinna að deiliskipulagstillögu á grundvelli keppninnar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ skrifuðu undir samkomulög í dag um byggingu íbúðanna.

Undirritunin kemur í kjölfar viljayfirlýsingar sem ASÍ og Reykjavíkurborg undirrituðu þann 12. mars síðastliðinn um að Reykjavíkurborg myndi útvega lóðir fyrir byggingu þúsund leiguíbúða fyrir félagsmenn hreyfingarinnar á næstu fjórum árum. Nú þegar hafa verið veitt vilyrði fyrir tæpum helmingi þeirra.

Nú þegar hefur Bjarg hafist handa við byggingu 155 íbúða við Móaveg í Grafarvogi, 83 íbúðir við Urðarbrunn í Úlfarsárdal og 80 íbúðir við Kirkjusand.

Félagsstofnun stúdenta byggir nú 244 stúdentaíbúðir við Sæmundargötu á lóð Vísindagarða sem munu verða stærstu stúdentagarðar landsins.

Með lögum 52/2016 um almennar íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og ríki gætu komið að fjármögnun íbúða á leigumarkaði með framlögum til sjálfseignarstofnana eða lögaðila sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Samningur við Félagsstofnun stúdenta er byggður á heimild úr lögunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Rúmlega 80 prósent lóða frá borginni fyrir leiguíbúðir

Stjórnmál

Borgin verji leigjendur fyrir hækkunum

Húsnæðismál

Félagsbústaðir stefna að hækkun leiguverðs

Auglýsing

Nýjast

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Auglýsing