Innlent

218 ríkustu fjöl­­skyldurnar eiga 200 milljarða

Árið 2016 áttu ríkustu 5 prósent Íslands nærri helming eigins fé allra landsmanna, eða 43,5 prósent þess. Eigið fé ríkasta 1 prósents landsmanna, við lok árs 2016, voru 612,6 milljarðar og eigið fé þess 0,1 prósent landsmanna sem mest átti við lok árs 2016, var 201,3 milljarðar króna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Fréttablaðið/Anton Brink

Árið 2016 áttu ríkustu 218 fjölskyldurnar á Íslandi 200 milljarða í hreina eign og var hlutfall þess 6,3 prósent af eigin fjár allra landsmanna.  Kemur þetta fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um eignir og tekjur landsmanna árið 2016 á Alþingi. Fyrirspurnin barst Bjarna í desember. 

Árið 2016 áttu ríkustu 5 prósent Íslands nærri helming eigins fé allra landsmanna, eða 43,5 prósent þess. Eigið fé þeirra var samtals 1.388,3 milljarðar krónur.

Eigið fé ríkasta eins prósents landsmanna, við lok árs 2016, voru 612,6 milljarðar og hlutfall eigin fjár þess af eigin fé allra landsmanna var 19,2 prósent. Eigið fé þess 0,1 prósent landsmanna sem mest átti við lok árs 2016, var 201,3 milljarðar króna og hlutfall eigin fjár þess af eigin fé allra landsmanna var 6,3 prósent.

Heildareignir þeirra fimm prósenta sem mest áttu voru við lok árs 2016 samtals, samkvæmt skattframtölum, 1.578,3 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna var 31,8%. Heildareignir ríkasta 1 prósentsins voru 654,1 milljarðar kr. og hlutfall heildareignanna af heildareignum allra landsmanna var 13,2%.

Ef litið er svo til heildareigna ríkasta 0,1 prósentsins, var um að ræða 208,3 milljarða og hlutfall þeirra af heildareignum allra landsmanna var 4,2 prósent.

Tekjur þessara hópa voru að miklu leyti fjármagnstekjur, en heildartekjur með fjármagnstekjum ríkustu 5 prósentanna voru 349,8 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2016 var 22,2%. Fjármagnstekjur ríkasta eins prósentsins voru 138,8 milljarðar kr. og hlutfall þessara tekna af tekjum allra landsmanna árið 2016 var 8,8%. Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 0,1% landsmanna voru 48,9 milljarðar kr. og hlutfall þessara tekna af tekjum allra landsmanna árið 2016 var 3,1%. 

Á árinu 2016 voru samtals 218.669 fjölskyldur í gögnum ríkisskattstjóra. Í 5 prósent hópnum er námundað við 10.900 fjölskyldur, í 1 prósent hópnum við 2.180 fjölskyldur og 0,1 prósent hópnum við 218 fjölskyldur. Tveir samskattaðir aðilar teljast saman sem ein fjölskylda, óháð því hvort um sé að ræða hjón eða samskattað par.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

IFS spáir tekjuvexti hjá Símanum

Innlent

Ný byggð rís yst á Kársnesi

Fjarskipti

Sím­­inn fagn­­ar nið­ur­stöð­u Hæst­a­rétt­ar í máli gegn Sýn

Auglýsing

Nýjast

Að geta talað allan daginn hentar vel

Hjá Höllu opnar í flugstöðinni

Skotsilfur: Engin hagræðing

Einn kröfu­hafanna reyndist norður­kóreskur

Gengisstyrking og hækkanir í Kauphöllinni

48 fyrir­tæki og stofnanir í Fjár­tæknikla­sanum

Auglýsing