20 erlendir vísisjóðir hafa lagt fé í sprotafyrirtæki sem Crowberry Capital hafði áður fjárfest í. Eignasafn Crowberry Capital telur 14 fyrirtæki. Þetta sagði Helga Valfells, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í viðtali við sjónvarpsþáttinn Markaðinn sem frumsýndur var á Hringbraut í gærkvöldi.

Hún sagði að á meðal erlendu fjárfestanna væru til dæmis þekktir sjóðir eins og hinn bandaríski Andreessen Horowitz og hinn kínverski Tencent. Aðrir vísisjóðir séu til að mynda frá Bretlandi og hinum Norðurlöndunum.

Helga sagði að erlendir vísisjóðir væru ekki að fjárfesta í fyrirtækjunum nema þeim þættu þau góð og teldu að vörurnar væru góðar. Sjóðirnir litu á Ísland sem gott „nýsköpunarland“. Helga hafði á orði að erlendir blaðamenn sem hingað kæmu væru hissa á gróskunni í nýsköpunarumhverfinu.

Fram hefur komið að í fjölmiðlum að Andreessen Horowitz fjárfesti í finnsk-íslenska leikjafyrirtækinu Mainframe Industries og Tencent fjárfesti í leikafyrirtækinu 1939 Games.