Innlent

1,3 milljarða rekstrar­af­gangur í Hafnar­firði

Rekstrarafgangur Hafnarfjarðar nam 1,3 milljarði árið 2017. Sveitarfélagið tók engin ný lán á árinu 2017, annað árið í röð. Greitt var niður af langtímaskuldum um 300 milljónir, umfram gjaldfallnar afborganir.

Miðbær Hafnarfjarðar Fréttablaðið/Valli

Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í gær. Hann sýnir að rekstrarafgangur Hafnarfjarðar nam 1,3 milljarði árið 2017, áætlun hafði gert ráð fyrir 554 milljónum króna í afgang. Sveitarfélagið tók engin ný lán á árinu 2017, annað árið í röð. Greitt var niður af langtímaskuldum um 300 milljónir, umfram gjaldfallnar afborganir. Rekstrarniðurstaða ársins fyrir A-hluta var jákvæð um 740 milljónir króna en gert var ráð fyrir 45 milljóna króna afgangi.

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sagði í tilkynningu að rekstrarafkoma hafi farið fram út björtustu vonum og bjart væri framundan í Hafnarfirði.

Skatttekjur voru 477 milljónum hærri en upphaflega hafði verið gert fyrir og framlög frá jöfnunarsjóði námu 309 milljónum króna, umfram áætlun. Aðrar tekjur umfram áætlun voru 321 milljón króna. Þá færðu seldar lóðir bænum 336 milljónir króna í tekjur. Hæst var þó breyting á lífeyrisskuldbindingu sem var 1.047 milljónum krónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Þar munaði mest um 677 milljóna króna gjaldfærslu vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. 

Fjárfestingar Hafnarfjarðar námu rúmlega 3,3 milljörðum, en gert var ráð fyrir 3,8 milljörðum í framkvæmdir. Helstu framkvæmdir eru bygging nýs skóla í Skarðshlíð, bygging hjúkrunarheimilis og bygging æfingar- og kennsluhúsnæðis að Ásvöllum.
Félagsþjónusta keypti íbúðir fyrir 257 milljónir og kaup á húsi skattstofunnar, sem á að hýsa félagsþjónustuna nam 259 milljónum króna. Þá námu kaup St. Jósefsspítala 106 milljónum króna. Framkvæmdir við gatnagerð námu 1,3 milljarði og tekjur 1,4 milljarði.  

Heildareignir í lok árs námu samtals 51.173 milljónum króna og hafa þær hækkað um 2.871 milljónir milli ára. 

Íbúum Hafnarfjarðar fjölgaði um 2,4 prósent á milli ára og töldu 29.360 þann 1. desember 2017.

Ársreikninginn má skoða hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing