Mark Zucker­berg, for­stjóri Meta og stofnandi Face­book, virðist vera afar á­nægður með aug­lýsingu Ins­pi­red by Iceland þar sem hann er hafður að háði og spotti.

Aug­lýsingin var frum­sýnd í gær en þar má sjá Jörund Ragnars­son í hlut­verki Zack Moss­bergs­son. Um er að ræða eins konar skrum­skælingu á kynningar­mynd­bandi Zucker­bergs sem sýnt var á dögunum, en þá til­kynnti hann að Face­book hefði breytt um nafn og héti nú Meta.

Um leið kynnti fyrir­tækið nýjan sýndar­veru­leika­heim, Meta­ver­se, sem fyrir­tækið bindur tals­verðar vonir við. Í aug­lýsingu Ís­lands­stofu segir Jörundur, eða Zack Moss­bergs­son, að ekki sé þörf á neinum sýndar­veru­leika til að sjá stór­brotna náttúru Ís­lands.

Mark Zucker­berg skrifaði at­huga­semd við færsluna í gær­kvöldi eins og sést hér að neðan:

Ís­lands­stofa, sem rekur markaðs­her­ferðina Ins­pi­red by Iceland, svaraði at­huga­semd Marks og sagði að hann væri á­vallt vel­kominn í „Iceland­ver­se“.