Sænski knatt­spyrnu­kappinn Zlatan I­bra­hamo­vic mun leika hlut­verk í nýrri mynd um þá fé­laga Ást­rík og Stein­rík. Þetta verður frum­raun Zlatans á hvíta tjaldinu en hann hefur verið í hópi fremstu knatt­spyrnu­manna heims undan­farin tuttugu ár eða svo.

Myndin, sem heitir á ensku: Asterix & Obelix: The Midd­le Kingdom, er fram­leidd af franska fram­leiðslu­fyrir­tækinu Pat­he og verður myndin á frönsku. Ó­víst er hvar myndin verður frum­sýnd en að því er fram kemur í frétt The At­hletic hefur Net­flix sýnt myndinni á­huga.

Zlatan mun leika við hlið nokkuð þekktra leikara og fer þar fremst Óskars­verð­launa­leik­konan Marion Co­tillard. Vincent Cassel, Guil­laume Ca­net og Gilles Lellouche fara einnig með önnur burðar­hlut­verk.

Zlatan I­bra­himo­vic hefur átt góðu gengi að fagna á knatt­spyrnu­vellinum síðustu tuttugu ár og er hann enn í fremstu röð þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall. Hann er marka­hæsti leik­maður AC Milan á leik­tíðinni og í fjórða sæti yfir marka­hæstu leik­menn ítölsku deildarinnar í vetur.

Marion Cotillard fer einnig með hlutverk í myndinni.
Mynd/Getty Images