Zac Efron bakaði rúgbrauð í potti í sjóðheitum sandinum á bökkum Laugarvatns með Sigga Rafni Hilmarssyni, framkvæmdastjóra Fontana.

Bandaríski stórleikarinn kom til Íslands árið 2018 til þess að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri heimildarþáttaröð fyrir Netflix um umhverfishyggju

Þættirnir komu út á föstudag og er fjallað um nýtingu jarðvarma til húshitunar, rafmagnsframleiðslu og umhverfisvænan og sjálfbæran lífstíl á Íslandi í fyrsta þættinum.

Zac Efron kom einnig við hjá Hellisheiðarvirkjun og bjó til sitt eigið súkkulaði hjá Omnom.

Hér fyrir neðan má finna myndband frá ferðum Zac Efrons um Ísland árið 2018.

View this post on Instagram

Iceland... where the lakes boil 🤷‍♂️

A post shared by Zac Efron (@zacefron) on

Siggi Rafn er löngu orðinn frægur fyrir að rúgbrauðið sitt. Fjallað var um þessa séríslensku tækni hjá dótturfyrirtæki CNN, Great big story.