Leikarinn víð­frægi Zac Efron er staddur á landinu. Leikarinn kom sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins með flugi til landsins í nótt og mun dvelja á Ís­landi í tæpa viku. Ekki er ljóst hvort leikarinn sé einn á ferð eða hvað hann stefnir á að brasa hér á landi en hann mun ef­laust njóta sín vel. 

Leikarinn gerði garðinn frægan í söngva­kvik­myndunum High School Musi­cal þar sem hann lék hinn geð­þekka Troy Bol­ton. Hann hefur einnig leikið í kvik­myndunum 17 again, Paper­boy og The Grea­test Showman. Í nýjustu kvik­mynd kappans leikur hann engan annan en rað­morðingjann Ted Bun­dy í myndinni Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile sem kemur út á næsta ári. 

Efron ruglaði reitum með sam­starfs­konu sinni Vanessu Hud­gens árið 2007 en þau slitu sam­vistum fimm árum síðar. Efron og fyrir­sætan Sami Miró voru síðan par í um tvö ár en hættu saman árið 2016. 
Hann hefur verið bendlaður við ýmsar stór­stjörnur síðan þá, líkt og krydd­píuna Mel B og leik­konuna Alexöndru Daddario en hefur hann vísað öllum slíkum slúður­sögum frá. Það er því sam­kvæmt nýjustu fréttum ein­hleypur Efron sem sækir Ís­land heim. 

Efron hefur glímt við á­fengis- og fíkni­efna­vanda, en fór í meðferð árið 2013 og hefur síðan þá sagst vera hamingjusamur og að lífið gangi vel.