Lífið

Zac Efron mættur til landsins

High School Musical stjarnan Zac Efron er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins staddur hér á landi.

Zac Efron er frægur um heim allan. Þetta er í fyrsta skipti sem leikarinn kemur til landsins. Fréttablaðið/Getty

Leikarinn víð­frægi Zac Efron er staddur á landinu. Leikarinn kom sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins með flugi til landsins í nótt og mun dvelja á Ís­landi í tæpa viku. Ekki er ljóst hvort leikarinn sé einn á ferð eða hvað hann stefnir á að brasa hér á landi en hann mun ef­laust njóta sín vel. 

Leikarinn gerði garðinn frægan í söngva­kvik­myndunum High School Musi­cal þar sem hann lék hinn geð­þekka Troy Bol­ton. Hann hefur einnig leikið í kvik­myndunum 17 again, Paper­boy og The Grea­test Showman. Í nýjustu kvik­mynd kappans leikur hann engan annan en rað­morðingjann Ted Bun­dy í myndinni Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile sem kemur út á næsta ári. 

Söngvamyndirnar High School Musical vöktu mikla lukku. Hér er Efron með samstarfskonum sínum Vanessu Hudgens og Asley Tisdale þegar frægðarsól kvikmyndanna skein hvað skærast.

Efron ruglaði reitum með sam­starfs­konu sinni Vanessu Hud­gens árið 2007 en þau slitu sam­vistum fimm árum síðar. Efron og fyrir­sætan Sami Miró voru síðan par í um tvö ár en hættu saman árið 2016. 
Hann hefur verið bendlaður við ýmsar stór­stjörnur síðan þá, líkt og krydd­píuna Mel B og leik­konuna Alexöndru Daddario en hefur hann vísað öllum slíkum slúður­sögum frá. Það er því sam­kvæmt nýjustu fréttum ein­hleypur Efron sem sækir Ís­land heim. 

Efron hefur glímt við á­fengis- og fíkni­efna­vanda, en fór í meðferð árið 2013 og hefur síðan þá sagst vera hamingjusamur og að lífið gangi vel. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Lífið

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

Lífið

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Auglýsing

Nýjast

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Stoppaði upp í gat á virðingu þingsins með Köku­skrímslinu

Geðs­hræring þegar for­eldrarnir slökktu á Fortni­te

Ein­mana sálir þiggja jóla­boð með tárin í augunum

Auglýsing