Lífið

Yrkisefnið draumur um ást

Eva Þyri og Lilja eru góðar vinkonur og vinna mikið saman.

Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja síðrómantíska ljóðatónlist eftir Sibelius, Tsjaikofskí og Schönberg á sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns í kvöld. „Við erum að fara að syngja um ástina,“ segir Eva Þyri.

Verk Sibelius og Tsjaikofskí fjalla um mannlegar tilfinningar, þrár og einmanakennd. „Rússneskt drama fyrir allan peninginn,“ segir Eva Þyri. Schönberg er svo á tiltölulega léttum nótum í sínum ljóðaflokki, Brettl Lieder, hann sló í gegn í Vínarborg í upphafi 20. aldar. En þó ljóðin hans séu glettnari en tónverk hinna tveggja þá er yrkisefnið það sama, draumur um ást.

Eva Þyri segir þær Lilju hafa unnið mikið saman í fimm ár. „Samstarfið byrjaði í raun í dagskránni Perlur íslenskra sönglaga sem eru fastur liður í Hörpu, við höfum haldið tugi tónleika undir þeim lið, en þetta er í fyrsta sinn sem við troðum upp saman á sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns,“ segir hún. „Við erum góðar vinkonur, fyrir utan starfið, þannig að við erum í reglulegu sambandi og okkur hefur lengi langað að gera eitthvað annað saman en að flytja íslensku lögin. Nú er komið að því.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Tíska

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Lífið

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Auglýsing

Nýjast

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Hin myrka hlið ástarinnar

Pottaplöntuæði runnið á landsmenn

Auglýsing