YouTube stjarnan Myka Stauffer aflaði sé fjölda fylgenda á myndbandsveitunni vegna myndbanda þar sem hún ræddi ferlið í kringum ættleiðingu Huxley frá Kína.

Myka, sem er með samanlagt milljón fylgjendur á miðlinum, viðurkenndi í nýju myndbandi að Huxley væri nú kominn til annarrar fjölskyldu þar sem hún hefði skilað honum . Hún segir hegðunarvandamál vera ástæðuna fyrir því að Huxley sé ekki lengur partur af fjölskyldunni. Netheimar loga af reiði, yfir því sem fólk vill meina að sé mikið ábyrgðarleysi og saka margir hana um að hafa einungis nýtt sér Huxley og ættleiðinguna til að afla sér fylgjenda. Þegar í harðbakkann hafi slegið hafi hún svo einfaldlega gefist upp.

Myka ættleiddi Huxley árið 2017 og jókst fylgjendafjöldi hennar gífurlega í kjölfarið, en ættleiðingin var meginumfjöllunar efni rásarinnar í kjölfarið.

Örlög Huxley hafa vakið marga til umhugsunar um réttindi barna þegar það kemur að birtingu á samfélagsmiðlum.

Myka og eiginmaður hennar James eiga 3 börn saman en Myka átti eina dóttur fyrir. Um tíma stóðu þau fyrir fjáröflun vegna sérstakra þarfa Huxley og vilja margir netverjar nú fá sönnur á því að fjármunirnir hafi í raun verið nýttir í ummönnun drenginn.

Meðfylgjandi er myndband frá deginum þar sem James og Myka hittu Huxley í fyrsta sinn.