Svokallað „Rewind“ myndband sem YouTube birti í fyrra vakti hörð viðbrögð meðal netverja en í myndbandinu fóru nokkrar YouTube stjörnur yfir vinsælustu myndbönd ársins á síðunni.

Margir töldu myndbandið vera kjánalegt en frá því að það var birt hafa sautján milljón manns sagt að þeim hafi ekki líkað við myndbandið (e. dislike) á meðan einungis 2,6 milljónir hafa sagt að þeim hafi líkað við það (e. like).

„Árið 2018 gerðum við dálítið sem ykkur líkaði ekki við. Þannig árið 2019, sjáum hvað ykkur leist á. Því þið eruð betri í þessu en við,“ segir í myndbandinu áður en farið er yfir vinsælustu dans-, tónlistar-, tölvuleikja- og förðunarmyndbönd ársins, svo eitthvað er nefnt.

Svo virðist þó vera að myndbandið í ár falli heldur ekki í kramið hjá áhorfendum. Á meðan 1,5 milljón manns líkar við myndbandið þá eru þrjár milljónir manns sem líkar ekki við það.

Vinsælasta tónlistarmyndbandið:

Vinsælasta tónlistarmyndbandið kemur frá parinu Shawn Mendes og Camila Cabello með lagið Señorita en 13,5 milljónir hafa líkað við myndbandið á YouTube.

Önnur lög á listanum voru:

Vinsælasta dansmyndbandið:

Vinsælasta dansmyndbandið kemur síðan frá danshöfundinum Greg Chapkis þar sem Chapkis dans fjölskyldan dansar við lagið Con Calma með Daddy Yankee og Snow en 965 þúsund manns hafa líkað við myndbandið á YouTube.

Önnur myndbönd á listanum voru:

Vinsælasta förðunarmyndbandið:

Vinsælasta förðunarmyndbandið kemur frá James Charles þar sem Charles sýnir förðun og talar einungis spænsku en 1,6 milljón manns hafa líkað við myndbandið.

Önnur myndbönd á listanum voru:

Vinsælasti tölvuleikurinn:

Vinsælasti tölvuleikur ársins á YouTube er síðan Minecraft en samkvæmt heimildum YouTube hafa myndbönd tengd leiknum fengið meira en eitt hundrað milljarð áhorfa.

Aðrir leikir á listanum voru:
Fortnite
Grand Theft Auto
Garena Free Fire
Roblox

Þá var einnig farið yfir vinsælustu YouTube stjörnurnar og þeirra myndbönd en listann má lesa í heild sinni hér.