Í dag eru 42 ár síðan tón­listar­maðurinn og Bí­tillinn John Lennon var myrtur fyrir utan heimilið sitt í New York. Eigin­kona hans, lista­konan Yoko Ono deildi í dag fal­legum orðum um sálu­fé­laga sinn. Hún segir að Lennon hafi alltaf verið hann sjálfur, til síðasta dags.

„Á ein­hvern hátt var John mjög flókin manneskja, en á annan var hann manneskja sem hélt í sak­leysið sitt,“ segir Yoko. Hún segir að Lennon hafi á­valt haldið fast í rætur sínar og til barn­æsku sinnar í hafnar­borginni Liver­pool.

Yoko Ono og John Lennon.
Fréttablaðið/Getty

„Þegar við hittumst í fyrsta skipti, vissi ég ekkert hver hann var, en ég varð strax hrifin af honum. Hann var ekki þekktur sem myndar­legasti maður í heimi, en hann var heillandi og sjarmerandi,“ segir Yoko. Hún segir að John hafi átt auð­velt með að vera hann sjálfur.

Yoko segir að John hafi horft hlý­lega til for­tíðarinnar og upp­eldis­borgin hans, Liver­pool var honum ó­trú­lega kær. Yoko segir að í síðustu viku John á lífi hafi hann ætlað þangað, til þess að sýna syni sínum Sean, borgina sem hann ólst upp í.

„Hann var alltaf að koma með á­huga­verðar stað­hæfingar, sér­stak­lega þegar endirinn nálgaðist. Það var eins og hann vissi að það væri eitt­hvað að fara gerast við hann. En ef þú hlustar á lagið hans Imagine, þá heyirðu allt það sem hann var að reyna segja við Sean. Hann var á­vallt hann sjálfur, til síðasta dags,“ segir Yoko.