Mæðgurnar Berg­lind Hreiðars­dóttir köku- og matar­bloggari hjá Got­terí og ger­semar og dóttir hennar Elín Heiða Her­manns­dóttir vita fátt skemmti­legra enn að undir­búa jólin saman.

Þær mæðgur deila fleiri á­huga­málum en nú hefur dóttir Berg­lindar, Elín Heiða stigið í fót­spor móður sinnar og sent frá sér mat­reiðslu­­bók sem ber heitið Börn­in baka. Þetta er fyrsta bók El­ín­ar Heiðu sem er að­eins tólf ára og væntan­lega yngsti bakari landsins sem gefur út mat­reiðslu­bók. Bókina send­ir hún frá sér í sam­­starfi við móður sína og það má með sanni segja sjaldan falli eplið langt frá eikinni.

Í þættinum Matur og Heimili á Hring­braut í kvöld heim­sækir Sjöfn mæðgurnar í eld­húsið þar sem Elín Heiða bakar fyrir hana eina af sínum upp­á­halds kökum og meira til. Elín Heiða töfrar fram meðal annars fram skyrköku.

„Þetta er ein upp­á­halds kakan mín og ég var ekki lengi að á­kveða að hún færi í þessa bók,“ segir Elín Heiða og er hin stoltasta með mat­reiðslu­bókina sína. „Það var virki­lega gaman að vinna að þessu verk­efni með Elínu Heiðu og við mæðgurnar tókum sumarið í þetta,“ segir Berg­lind og er hin á­nægðasta að dóttirin deili með henni á­huganum á bakstri.

Elín Heiða deilir sínum bakstur­ráðum með Sjöfn í þættinum og fer á kostum í eld­húsinu, strax farin að feta fót­spor móður sinnar af miklu eld­móð.

Missið ekki af skemmti­legri og lifandi heim­sókn Sjafnar til þeirra mæðgna í þættinum Matur og Heimili á Hring­braut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Mynd/Hringbraut