Von er á yf­ir­lýs­ingu frá tón­list­ar­mann­in­um Auðunni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem Auður, vegna fjölda ásakana um kynferðisofbeldi af hans hálfu í garð ungra stúlkna. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum síðastliðnar vikur um meint brot Auðs og hafa þær ásakanir nú ratað á borð Þjóðleikhússins þar sem Auðunn vinnur í tónlistinni í uppsetningu Rómeó og Júlíu.

Síðastliðinn mánuð hefur Auður misst um eitt þúsund fylgjendur á Instagram þar sem um 11.800 manns fylgja honum nú. Um 370 manns hættu að fylgja honum á föstudaginn, 200 á laugardag og 100 í gær.