Hæsta­réttar­lög­maðurinn Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son hefur séð sig knúinn til að senda frá sér yfir­lýsingu eftir spurningar sem hann fékk í út­varps­þættinum Brennslunni á FM957 í morgun um þá þyngd sem hann getur tekið í bekk­pressu.

Í yfir­lýsingunni segist lög­maðurinn hafa sagt að­spurður að hann lyfti 100 kílóum í bekk­pressu. „Á­stæðan fyrir þessu svari mínu var sú að ég taldi mig vera í góðri trú um að Rikki G. væri með spurningunni að vísa til þess hvað ég tæki í bekk með þeirri að­ferð sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra notaði þegar hann taldi sig vera að færa sönnur á stað­hæfingu sína í Brennslunni að hann lyfti 120 kílóum í bekk­pressu.“

Líkt og flestir ef­laust vita vísar Vil­hjálmur þar til Bjarna Bene­dikts­sonar, sem birti mynd­band á sam­fé­lags­miðlum af sér þar sem hann tók 120 kíló í bekk­pressu, eftir að hafa stað­hæft það í Brennslunni.

Vil­hjálmur segir að eftir yfir­heyrsluna hafi hann verið upp­lýstur um það af hlustanda Brennslunnar að sú að­ferð sem Bjarni hafi notað við lyftuna og birt mynd­band af sé ekki viður­kennd af Al­þjóða Kraft­lyftinga­sam­bandinu (IPF).

„Lyftan hjá Bjarna, sem átti að sanna það að hann lyfti 120 kílóum í bekk­pressu, var því ó­gild. Þegar af þeirri á­stæðu er með öllu ó­sannað að Bjarni lyfti 120 kílóum í bekk­pressu eins og hann full­yrti í Brennslunni.“

Biður hlust­endur Brennslunnar af­sökunar

Því næst segir Vil­hjálmur að með sama hætti sé ljóst að sú stað­hæfing hans um að hann lyfti 100 kílóum í brekk­pressu sé röng. „Vil ég nota tæki­færið og biðja hlust­endur Brennslunnar af­sökunar á þessum mis­tökumn mínum,“ segir hann.

„Engu að síður er ljóst að hlust­endur Brennslunnar eiga rétt á því að vita hvað ég tek í bekk. Þess vegna leitaði ég strax til viður­kenndra sér­fræðinga í kraft­lyftingum sem létu mig fram­kvæma lyftuna eftir staðli Al­þjóða Kraft­lyftinga­sam­bandsins (IPF),“ segir lög­maðurinn.

Hann segist því með stolti geta upp­lýst hlust­endur Brennslunnar um að hann hafi lyft 80 kílóum í bekk­pressu með réttri og viður­kenndri að­ferð. „Þessi mis­tök hafa jafn­framt orðið mér hvatning til þess að gera betur og stefni ég á að geta lyft 100 kílóum í bekk­pressu í sumar­byrjun,“ segir lög­maðurinn sem segir að lokum:

„Ég geri orð Denni Cra­ne (eins virtasta lög­manns Banda­ríkjanna) að mínum: N­e­ver lost, n­e­ver will.

Tilkynning Vilhjálms í heild sinni: