Harry Breta­prins og eigin­kona hans Meg­han Mark­le hefja nýtt líf án konung­legu titla sinna hinn 31. mars. Þetta kemur fram opin­berri til­kynningu frá þeim hjónum en breski miðilinn Metro segir frá.

Hjónin munu sinna konung­legum skyldum sínum fram að þeirri dag­setningu.
Harry Breta­prins mun sem dæmi mæta Invictus-leikana 28. febrúar en leikarnir eru hugar­fóstur Harrys þar sem fyrr­verandi her­menn sem hafa slasast við her­þjónustu keppa í alls konar í­þrótta­greinum. Meg­han Mark­le mun í byrjun mars mánaðar taka þátt í Al­þjóð­legum degi kvenna áður en skrif­stofa þeirra hjóna í Bucking­ham höll lokar endan­lega 1. apríl.

Að sögn Metro hafa hjónin verið að undir­búa það síðast liðna daga að koma á fót góð­gerða­sam­tökum eftir að konung­legum skyldum þeirra lýkur.