Svo virðist vera sem að konan sem hringdi inn í Reykja­­vík síð­­degis árið 2007 og upp­­­lýsti þátta­­stjórn­endur um fram­hjá­hald eigin­­manns síns sé nú tekin aftur saman við manninn, þrettán árum síðar. Hún greinir Frétta­blaðinu frá þessu en vill halda nafni sínu leyndu.

Við­­tal við konuna í Reykja­­vík síð­­degis frá árinu 2007 gekk í endur­­nýjun líf­­daga á sam­­fé­lags­­miðlum í dag. Þar greindi hún frá því í beinni út­­sendingu að maðurinn sinn hefði haldið fram hjá sér með geð­hjúkrunar­­fræðingi á Land­­spítalanum.

Frétta­blaðið gat ekki fundið upp­lýsingar um við­komandi ein­stak­ling í þjóð­skrá. Konan full­yrðir hins vegar að hún sé sú sem um ræðir frá 2007 og segir við Frétta­blaðið að um leiðinda­­mál sé að ræða.

Hún og maðurinn séu tekin saman á ný og hafi unnið í sínum málum, þrettán árum síðar. Hún vill ekki tjá sig frekar um málið í við­tali, hún segist enda ekki hafa haft góða reynslu af því eins og sannaði sig í Reykja­­vík síð­­degis árið 2007.

Hjálpaði hvað fólk tók við­talinu vel

Í sam­tali við Vísi þann 31. desember 2007, nokkrum vikum síðar upp­lýsti konan í skjóli nafn­leyndar blaða­mann Vísis um málið. Gaf hún meðal annars upp frekari deili á geð­hjúkrunar­fræðingnum.

„Hún er 177cm, ljós­hærð og býr í mið­bænum. Hún er víst alveg hrika­lega geð­vond og er að reyna að sál­greina manninn minn. Hann býr núna hjá henni en er að sofa hjá mér," sagði konan.

„Hún er að reyna að hafa eitt­hvað upp úr honum og þykist vita hvað hann er að hugsa, hann fær ekki einu sinni að hugsa sjálf­stætt.“

Þá sagðist konan við það til­efni ætla að vinna manninn sinn til baka. Þar væri enda á ferðinni góður maður, sem hún væri til í að fyrir­gefa þrátt fyrir tvö­feldnina. Ljóst er að það hefur tekist.

„Geð­hjúkrunar­fræðingurinn hitti hann bara á ein­hverjum bar og sá aumingja­svipinn á honum. Ætli hún hafi ekki séð að hún gæti stjórnað hugsunum hans," sagði konan.

Að­spurð að því hvers vegna hún lét allt flakka um málið í beinni á Bylgjunni sagði konan:

„Það var nú bara þörfin fyrir það að láta þetta heyrast og láta fólkið í þjóð­fé­laginu vita hvað sé í gangi. Þetta er hið dular­fyllsta mál en það hefur hjálpað mér hvað fólk er að taka þessu vel.“

Frétt upp­færð kl. 18:00:

Eftir því sem Frétta­blaðið kemst næst er við­mælandi blaðsins sem segist hafa tekið saman við mann sinn á ný, ekki konan sem hringdi inn í Reykja­vík síð­degis árið 2007. Hlutað­eig­andi eru beðnir vel­virðingar á röngum upp­lýsingum sem upp­haf­lega komu fram í fréttinni.