Í þáttunum er keppt í hæfileikakeppni en áhorf hefur dalað mikið á síðustu árum. Fyrsti þátturinn fór í loftið í september 2004. Á blómatímanum náði þáttaröðin til 17,2 milljóna áhorfenda. Í síðustu seríunni sem sýnd var árið 2018 voru þeir hins vegar aðeins 3,7 milljónir og úrslitaþátturinn fékk 5,3 milljónir.

Simon, sem er 61 árs, hefur nóg að gera og er að skipuleggja nýja þætti, Walk The Line, fyrir ITV-sjónvarpsstöðina sem einnig sýndi X-Factor en þeir hafa verið upphafið að góðu gengi nokkurra tónlistarmanna eins og One Direction, Little Mix og Leona Lewis. Undanfarin ár hafa ekki skilað neinum stórstjörnum en þættirnir voru ekki sýndir í fyrra vegna Covid.

Afkastamikill sjónvarpsmaður

Simon Cowell hefur einnig verið með þættina America's Got Talent og X-Factor US í Bandaríkjunum, Britain’s Got Talent og American Idol. Simon hóf frægðarferil sinn árið 2001 sem dómari í þáttunum Pop Idol, sem Simon Fuller stjórnaði. The Daily Telegraph setti hann í sjötta sæti á lista yfir áhrifamesta fólk af 100 í breskum menningarheimi. Hann hefur hlotið nokkur virt verðlaun fyrir afrek sín í sjónvarpi og fékk stjörnu í Hollywood Walk of Fame. ■