Í nýrri auglýsingu frá íslenska fyrirtækinu BIOEFFECT, sem framleiðir húðvörur, eru flugfreyjur í aðalhlutverki.

Auglýsingin var sérstaklega gerð fyrir Tax-free daga á snyrtivörum hjá Hagkaup sem fram fóru á dögunum. Í auglýsingunni eru neytendur spurðir hvort það sé langt síðan þeir fóru til útlanda.

Búningarnir eru alveg eins fyrir utan það að vera grænir.
Fréttablaðið/Skjáskot

Flugfreyjurnar í auglýsingunni eru klæddar í nákvæmlega eins búninga og WOW-flugfreyjurnar klæddust þegar félagið var og hét nema í þetta skiptið er búningurinn grænn en ekki bleikur.

Það sem einnig vekur athygli er að freyjurnar í auglýsingunni eru allar fyrrum flugfreyjur WOW-air og komu allar fyrir í auglýsingum fyrir félagið á sínum tíma.

Á bak við auglýsinguna er Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT en hún var áður markaðsstjóri Domino's á Íslandi.

Hægt er að horfa á auglýsinguna hér að neðan: