Lífið

Fögnuðu fyrsta Ind­lands­fluginu með írska fánanum

Starfsmenn WOW air hófu írska fánann á loft til að fagna nýju áætlunarflugi til Nýju-Delí á Indlandi. Fyrirhugað er að félagið fljúgi þangað þrisvar í hverri viku.

Írski og indverski fáninn eru ekki ósvipaðir. Svo er sá er Fílbeinsstrendingar notast við ekki til að auðvelda málin. Twitter/Skjáskot

Flugfélagið WOW air hóf í morgun lengsta áætlunarflug í íslenskri flugsögu. Um er ræða flug til höfuðborgarinnar Nýju-Delí á Indlandi og er fyrirhugað að flogið verði þangað þrisvar í viku.

Það var því ærið tilefni til að fagna og er ljóst að WOW-verjar eru ánægðir með nýja áfangastaðinn. Á samfélagsmiðlum birtist til að mynda ljósmynd af þessum kátu flugfreyjum með indverska fánann á lofti. Og þó, það virðist einhvers misskilnings hafa gætt því eins og glöggir einstaklingar taka eftir er um að ræða fána Írlands.

Fánarnir eru ekki ósvipaðir og eiga það sameiginlegt að vera hvítir, grænir og appelsínugulir. Línurnar í þeim indverska eru þó láréttar en lóðréttar í þeim írska. Þá er að finna hið svokallaða Ashoka-hjól í dökkbláum lit í þeim indverska.

Hins vegar getur reynst snúnara að bera kennsl á írska fánann þegar fána Afríkuríkisins Fílabeinsstrandarinnar er stillt við hliðina. Þeir eru nefnilega eins á litinn og báðir með lóðréttum línum. Munurinn er sá að græni liturinn er vinstra megin í þeim írska en hægra megin í hinum frá Fílabeinsströndinni.

Myndina birti flugfélagið á Twitter.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing