Þýski leik­stjórinn Wolf­gang Peter­sen er látinn, 81 árs að aldri, en Wolf­gang þessi leik­stýrði mörgum stór­myndum á sínum tíma, til dæmis Das Boot, In the Line of Fire og Air Force One.

Wolf­gang hafði gímt við krabba­mein í brisi og lést hann á heimili sínu í Los Angeles síðast­liðinn föstu­dag.

Wol­fang fæddist í hafnar­bænum Em­den, skammt frá Bremer­ha­ven, árið 1941.

Kvik­mynda­listin átti hug hans allan og sló hann í gegn með myndinni Das Boot árið 1982 sem þá var dýrasta kvik­mynd í sögu Þýska­lands. Myndin var til­nefnd til sex Óskars­verð­launa og fékk Wolf­gang til­nefningu sem besti leik­stjórinn.

Wolf­gang átti far­sælan feril í Hollywood og leik­stýrði fleiri stór­myndum, til dæmis The N­e­verEnding Story, Out­break, The Per­fect Storm og Troy sem skartaði Brad Pitt í aðal­hlut­verki.