Leik­konan Reese Wit­her­spoon bauð á dögunum nýjan hund vel­kominn í fjöl­skylduna sína en hún til­kynnti um við­bótina á Insta­gram síðasta föstu­dag. Hundurinn er svartur labrador og hefur verið gefið nafnið Major.

„Vel­kominn í fjöl­skylduna, Major,“ sagði Wit­her­spoon við mynd sem hún deildi af hundinum, en hana má sjá hér að neðan.

Ekki eini hundurinn

Hundurinn er ekki sá eini á heimili Wit­her­spoon en í nóvember til­kynnti leik­konan um hundinn Minni­e. Í „story“ í dag má sjá mynd­band af hundunum tveimur og er spilað undir lagið „You‘ve got a friend in me“ úr myndinni Toy Story sem sungið er af Ran­dy Newman.

Major og Minnie
Skjáskot/Instagram

Í stíl fyrir jólin

Hér að neðan má sjá mynd af Wit­her­spoon og Minni­e þar sem þær eru í stíl fyrir jólin.