Lance Reddick sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cedric Daniels í þáttunum Wire fannst látinn á heimili sínu í dag en lögregluyfirvöld segja að ekki sé vitað um dánarorsök.

Þetta kemur fram á vef TMZ. Þar kemur fram að Reddick hafi birt myndskeið frá heimili sínu fyrr í vikunni þegar hann hafi átt að vera viðstaddur frumsýningu Wick 4, nýjustu myndarinnar í John Wick kvikmyndaröðinni þar sem leikur eitt af aðalhlutverkunum.

Þá lék hann minni hlutverk í þátttaröðum á borð við Oz, Lost, Law & Order: Special Victims Unit og The Blacklist ásamt því að vera í aðalhlutverki í þáttaröðunum Fringe og Bosch.