Willi­am prins er sagður eiga í erfið­leikum með að fyrir­gefa mág­konu sinni, Meg­han Mark­le, fyrir um­mæli sem hún lét falla um eigin­konu hans, Kate Midd­let­on, í al­ræmdu við­tali við Opruh Win­frey.

Í við­talinu greindi Meg­han frá því að Kate hefði grætt hana fyrir brúð­kaup hennar og Harry, en ekki öfugt líkt og upp­haf­lega var greint frá. Meg­han kvaðst þó ekki vilja fara út í smá­at­riði Kate vegna.

Heimildar­maður The Daily Mail segir að það muni reynast Willi­am erfitt að fyrir­gefa Meg­han fyrir um­mælin.

Opinber ásökun

„Fyrst og fremst getur Willi­am ekki sam­þykkt hvernig Meg­han kom fram við eigin­konu hans,“ er haft eftir heimildar­manninum, sem er sagður til­heyra konungs­fjöl­skyldunni. „Kate reyndi að að­stoða Meg­han við að skilja konung­legar skyldur sem fylgdu stöðu hennar en til­raunir hennar voru stöðugt mistúlkaðar,“ út­skýrði heimildar­maðurinn.

„Að nefna Kate svona opin­ber­lega í við­talinu við Opruh sem mann­eskjuna sem grætti hana er fyrir neðan allar hellur. Meg­han vissi full­vel að Kate gæti ekki svarað fyrir sig vegna á­sakannana.“

Willi­am hefur ekki tjáð sig opin­ber­lega um við­talið að undan­skildu einni at­huga­semd um að konungs­fjöl­skyldan væri „alls ekki rasísk fjöl­­skylda“ og að hann hefði enn ekki talað við bróður sinn en myndi gera það.