William prins er sagður eiga í erfiðleikum með að fyrirgefa mágkonu sinni, Meghan Markle, fyrir ummæli sem hún lét falla um eiginkonu hans, Kate Middleton, í alræmdu viðtali við Opruh Winfrey.
Í viðtalinu greindi Meghan frá því að Kate hefði grætt hana fyrir brúðkaup hennar og Harry, en ekki öfugt líkt og upphaflega var greint frá. Meghan kvaðst þó ekki vilja fara út í smáatriði Kate vegna.
Heimildarmaður The Daily Mail segir að það muni reynast William erfitt að fyrirgefa Meghan fyrir ummælin.
Opinber ásökun
„Fyrst og fremst getur William ekki samþykkt hvernig Meghan kom fram við eiginkonu hans,“ er haft eftir heimildarmanninum, sem er sagður tilheyra konungsfjölskyldunni. „Kate reyndi að aðstoða Meghan við að skilja konunglegar skyldur sem fylgdu stöðu hennar en tilraunir hennar voru stöðugt mistúlkaðar,“ útskýrði heimildarmaðurinn.
„Að nefna Kate svona opinberlega í viðtalinu við Opruh sem manneskjuna sem grætti hana er fyrir neðan allar hellur. Meghan vissi fullvel að Kate gæti ekki svarað fyrir sig vegna ásakannana.“
William hefur ekki tjáð sig opinberlega um viðtalið að undanskildu einni athugasemd um að konungsfjölskyldan væri „alls ekki rasísk fjölskylda“ og að hann hefði enn ekki talað við bróður sinn en myndi gera það.