„Ég þarf að játa svo­lít­ið. Ég hef aldr­ei klif­ið fjall, aldr­ei synt í vatn­i. Ég var einu sinn­i í hell­i og held að ég sé kannsk­i að miss­a af ein­hverj­u,“ seg­ir Will Smith í nýrr­i stikl­u fyr­ir þætt­in­a Welc­om­e to Earh, eða Vel­kom­inn til jarð­ar, sem sýnd­ir verð­a á sjón­varps­stöð Nat­i­on­al Ge­o­grap­hic. Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af leik­stjór­an­um Darr­en Aron­of­sky.

Í þátt­un­um fékk Smith reynd­a vís­ind­a­menn og leið­sög­u­menn til að fara með sig um heim­inn. Hann fer víða í þátt­un­um og fór, með­al ann­ars, til Ís­lands eins og þekkt er og var greint ít­ar­leg­a frá í fyrr­a­sum­ar.

Í fyrr­a var greint frá því að hann og fylgd­ar­lið hans hefð­u lok­að að­gang­i að Stuð­la­gil­i, sem var þá með vin­sæll­i á­fang­a­stöð­um á land­in­u, í tvo daga fyr­ir tök­ur.

Smith seg­ir í stikl­unn­i að með að­stoð rétt­a leið­sög­u­manns­ins sé hægt að upp­lif­a fald­a leynd­ar­dóm­a.

Þætt­irn­ir verð­a frum­sýnd­ir í desember.

„Amma mín sagð­i allt­af að best­u hlut­irn­ir í líf­in­u væru hin­um meg­in við hræðsl­u. Ég vona sann­ar­leg­a að Gigi hafi haft rétt fyr­ir sér,“ seg­ir hann svo að lok­um.

Stikl­un­a er hægt að sjá hér að neð­an.