Stórleikarinn Will Smith hefur nú sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni sem á ári hverju heldur óskarsverðlaunin vegna framkomu sinnar á hátíðinni fyrir viku.

Styr hefur staðið um leikarann eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest á verðlaunaafhendingunni fyrir að hafa gert grín að hárleysi eiginkonu hans, Jada Pinkett Smith.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar yfirheyrslu sem stjórn akademíunnar hélt hafa hafið formlega rannsókn á hegðun Smiths umrætt kvöld. Í yfirlýsingu sinni segir Smith munu sætta sig við þær ákvarðanir og refsingar sem stjórn akademíunnar ákveði að beita hann vegna atviksins.

Í lokaorðum yfirlýsingar sinnar segir Smith „breytingar taka tíma og ég er ákveðinn í því að vinna að því að ofbeldi yfirtaki aldrei aftur skynsemi.“

Þá er á vefmiðli BBC haft eftir David Rubin, forseta kvikmyndaakademíunnar, að hann hafi fengið og staðfest tafalausa uppsögn Smiths úr samtökunum. Hann tekur þó fram að rannsókn akademíunnar á brotum haldi enn áfram.