Will Smith birti í dag einlægt myndband á Facebook síðu sinni þar sem hann fór yfir ástæður þess hvers vegna hann sló grínistann Chris Rock á óskarsverðlaununum í mars á þessu ári.

Smith hefur lítið viljað tjá sig við fjölmiðla síðan kinnhesturinn frægi átti sér stað en leikarinn segist sjá mikið eftir því sem hann gerði og biðst afsökunar.

Kinnhesturinn sem Smith skellti á Rock er eflaust orðinn einn sá frægasti í sögunni.
Mynd/getty

Þá tekur hann fram að hann hafi ekki slegið Rock að áeggjan konu sinnar Jödu Pinkett Smith heldur segir hann að sér hafi þótt brandari Rock ósmekklegur og óvirðingarfullur. Hann tekur einnig fram að hann og Chris Rock eigi sér óuppgerða fortíð án þess þó að gefa upp nákvæmlega hún er.

Smith segir jafnframt að hann hafi viljað biðja Chris Rock afsökunar en Rock hafi ekki verið tilbúinn að ræða við hann.

Í myndbandinu segir Smith að hann sé fullur sektarkenndar yfir því að hafa brugðist aðdéndum sínum og tekur fram „Ég er mennskur og ég gerði mistök og ég er að reyna að hugsa ekki um sjálfan mig sem skíthæl.“