Leikarinn sí­vin­sæli Will Smith gladdi að­dá­endur sína á ó­væntan hátt á sam­fé­lags­miðlum í gær þegar hann birti mynd af sér berum að ofan í stutt­buxum.

„Ég ætla að vera hrein­skilin við ykkur, ég er í versta formi lífs míns,“ skrifaði Will undir myndina. Myndin ber það með sér að vera ekki upp­stillt og virðist Will vera í heitum sam­ræðum við ein­hvern sem sést ekki á myndinni.

Leikarinn er al­mennt þekktur fyrir vöðva­stæltan líkama og svo­kallað six-pack en virðist hafa leyft sér að slaka að­eins á kröfunum í far­aldrinum. Hann telst þó alls ekki vera í slæmu formi.

Vinsælasta útspilið til þessa

Við­brögð við myndinni hafa ekki látið á sér standa og full­ljóst að myndin af „versta forminu“ er ein sú vin­sælasta á Insta­gram síðu leikarans. Þá keppast fylgj­endur Wills við að ýmist hrósa honum eða segjast vera í sömu stöðu.

„Ég er í sama pakka, lifðu besta lífi þínu,“ skrifaði Jenni Farl­ey við myndina. „Þú ert Will Smith þú mátt vera í hvaða formi sem er,“ skrifaði annar fylgjandi. Ljóst er að nýjasta út­spil leikarans hefur að­eins aukið vin­sældir hans ef eitt­hvað er svo mögu­lega mun hann sleppa leiðin­legum matar­kúrum í fram­tíðinni.