Óskar­sakademían hefur sett Will Smith í tíu ára bann frá Óskars­verð­launum eftir að hann sló grín­istann Chris Rock utan undir á verð­launa­há­tíðinni 27. mars síðast­liðinn.

Bannið var til­kynnt í dag, viku eftir að Smith sagði sig úr akademíunni en hann hefur einnig beðið Rock af­sökunar á hegðun sinni.

Í opnu bréfi sem birt var í kjöl­far þess að 54 stjórn­endur akademíunnar funduðu í morgun lýsti for­seti akademíunnar, David Ru­bin, og fram­kvæmda­stjóri hennar, Dawn Hudson, hegðun Smith sem „ó­af­sakan­legri“ og viður­kenndu að hafa ekki brugðist rétt við at­vikinu, sem átti sér stað í beinni út­sendingu fyrir augum milljóna á­horf­enda.

„Við biðjumst af­sökunar á þessu. Við fengum tæki­færi til að setja for­dæmi fyrir gesti okkar, á­horf­endur okkar og með­limi akademíunnar víða um heim en brugðumst því – ó­við­búinn hinu ófyrirséða,“ segir í yfir­lýsingu akademíunnar.

Þá lofaði akademían Chris Rock fyrir að hafa sýnt stillingu undir ó­venju­legum kring­um­stæðum og þakkaði þeim sem voru við­staddir at­vikið sömu­leiðis fyrir að sýna ró.

Will Smith sagðist í yfir­lýsingu bæði sam­þykkja og virða á­kvörðun akademíunnar.