Svo virtist sem bandaríski stórleikarinn Will Ferrell spurði á Twitter fyrr í kvöld hvort að hann geti flutt framlag Íslands í Eurovision þetta árið. Eins og frægt er orðið skrifaði Ferrell og lék í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, þar sem hann lék íslenskan keppanda í Eurovision.

Tónlistin í myndinni sló í gegn og varla er til sá Íslendingur sem ekki hefur heyrt lagið Húsavík, sem tilnefnt var til Óskarsverðlaunanna 2020. Þá var veitingastaðurin Jaja Dingdong opnaður á Húsavík, en nafn staðarins vísar í keppnislag kvikmyndarinnar og vinsæll frasi.

Íslenski tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, þekktari sem Hermigervill, greip gæsina glóðvolga og svaraði Ferrell: Ég er frá Íslandi og er með tilbúið lag en mig vantar söngvara. Miðalda víkinga tekknó. Sendu mér skilaboð.

Uppfært kl. 23.30:

Þrátt fyrir að ekki hafi reyndist vera um hinn eina sanna Will Ferrell að ræða, hefur hinu falsaða tísti verið mjög vel tekið og hefur Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri sjálfur tekið til máls í svari við henni, en það er einmitt RÚV sem stýrir þátttöku Íslands í Eurovision.