Bandaríski leikarinn og maðurinn bak við Eurovision kvikmyndina, Will Ferrell, ræddi um uppruna Jaja Ding Dong, sem varð óvæntur smellur eftir að kvikmyndina um Fire Saga kom út á Netflix.

Ferrell segir að það hafi verið handritshöfundurinn, Andrew Steele, hafi fengið hugmyndina að textanum í miðju ferlinu. Hann hafi fengið svo tónskálda-teymið þeirra til að semja lagið. Þau hafi viljað fá lag sem væri bæði ótrúlega „kits“ en frábært á sama tíma.

„Prufuáhorfendurnir elskuð þetta lag mest,“ segir Ferrell og hlær. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni en hann talar um lagið rétt eftir þriðju mínútu.

Líkt og alþjóð veit hefur Hannes Óli Ágústsson leikari slegið í gegn sem Jaja Ding Dong gaurinn svokallaði. Hannes Óli leikur Olaf, íbúa í Húsavík sem þráir ekkert annað en að heyra lagið spilað aftur og aftur. Það er aldrei nóg að heyra það bara einu sinni.